RÚV sjónvarpar Miðnæturmessu frá Fríkirkjunni, aðfangadagskvöld 24. des kl. 23.35.
Þúsundir Íslendinga muna fjölmörgu miðnæturmessurnar á aðfangadagskvöld í Fríkirkjunni með Páli Óskari og Móniku með hörpuna himnesku. Oft þurfti fólk frá að hverfa en á þessari jólanóttu kemur ekki til þess, því við komum nú heim til allra landsmanna til að eiga með ykkur hátíðarsamveru.
Við munum færa ykkur talað mál í óhefðbundnu formi og einstaka tónlist í hæsta gæðaflokki. Í bakgrunni er Sönghópurinn við Tjörnina og strengjakvartett, undir stjórn Gunnars Gunnarssonar tónlistarstjóra.
Þjóðargersemin Páll Óskar ásamt Moniku hörpuleikara flytja einstök jólalög.
Verið öll rétt stillt á RÚV á aðfangadagskvöld kl. 23.35 og leyfðu þér að svífa inn í jólanóttina með okkur. Hjörtur Magni