Ekkert messuhald það sem eftir lifir október

Sökum mikillar útbreiðslu Covid-19 veirunnar hér á Íslandi og samkomubanns sem tekið hefur gildi vegna þjóðaröryggis, höfum við í Fríkirkjunni í Reykjavík, í samráði við sóttvarnalækni tekið þá ákvörðun að fresta messuhaldi út október.

Virðum tilmæli og förum varlega, spritta og þvo hendur. 😊

Með bestu kveðju
Hjörtur Magni Jóhannsson
Prestur og forstöðumaður