Safnaðarsalur Fríkirkjunnar (sjá myndir) er leigður út til veisluhalda tengdum kirkjulegum athöfnum, einnig fyrir afmælisveislur, fundi og kennslu. Vegna útleigu fyrir fermingarveislur að vori hafa safnaðarfélagar forgang að safnaðarsal. Þó þurfa þeir að bóka salinn fyrir 1. október. Gjald fyrir hverja leigu er ákveðið af safnaðarráði fyrir hvert starfsár og er leigan 45.000 kr fyrir einstaklinga skráða í Fríkirkjusöfnuðinn en 70.000 kr fyrir félög, fyrirtæki og stofnanir sem og einstaklinga utan Fríkirkjusafnaðarins. Leigugjald verður að fyrirframgreiða.

Þegar salur er leigður skal greiða aukalega fyrir umsjónaraðila salarins 6.000 kr. pr/klst. Umsjónaraðili salarins sér um að gera hann tilbúinn og gengur frá honum á eftir. Einnig aðstoðar umsjónaraðili/aðilar á meðan á veislu stendur.  Miðað er við annan umsjónaraðila salarins ef gestir eru 50 eða færri og báða umsjónarmenn salarins ef gestir eru 50-90. Þetta fer þó allt eftir eðli veislunnar og áskilja umsjónaraðilar sér rétt til að meta þörf fyrir aðstoðarfólk í hvert sinn.
Laun vegna þessara viðvika eru greidd af leigutaka.
Veisluhöldum í safnaðarsal skal vera lokið fyrir klukkan 00:00. Vínveitingar eru leyfðar í safnaðarheimilinu í sérstökum tilfellum s.s. í brúðkaupsveislum og afmælisveislum og þá aðeins borð- og freyðivín. Notkun sterkra vína er ekki leyfð í safnaðarheimilinu.
Salurinn tekur 90 manns í sæti. Allt leirtau er innfalið í leigunni en greiða verður 1.200 kr. fyrir hvern dúk og einnig er hægt að kaupa kaffi af þeim sem sjá um salinn. Hægt er að fá lánaðar skreytingar fyrir salinn ef óskað er eftir því. Salurinn er yfirleitt afhentur samdægurs en í sumum tilfellum er hægt að fá hann deginum áður ef ekki er bókuð veisla á þeim degi.

Umsjónaraðili:
Arna Björk        s:844-2815
e-mail                arnakara@gmail.com
Bóka sal:        fríkirkjan@frikirkjan.is         s:552-7270