Hér eru nokkrar tillögur að minnisversum úr Biblíunni sem börnin mega velja sér. Frjálst er að velja önnur vers en neðangreind. Æskilegt er að skrifa eða líma prentað versið sem valið er fremst í sálmabókina sem þau eru með á fermingardaginn. Þegar vers hefur verið valið, vinsamlega gefið presti upp staðsetningu þess í Biblíunni.

 1. Tvöfalda kærleiksboðorðið – “ Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.” Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: “Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.” Matt. 22:37-39
 2. Litla Biblían “Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16
 3. Gullna reglan “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Matt. 7:12
 4. “Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa.” Matt. 5:5
 5. “Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.” Matt. 5:7
 6. “Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.” Matt. 5:8
 7. “Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.” Matt. 5:9
 8. Jesús segir: Elskið óvini ykkar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja ykkur.” Matt.5:44
 9. “Verið fullkomin, eins og faðir ykkar himneskur er fullkominn.” Matt.5:48
 10. “En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Matt.6:33
 11. “Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, þvi einn er leiðtogi yðar, Kristur” Matt. 23:10
 12. “og kennið þeim að halda allt það er ég hefi boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.” Matt. 28:20
 13. “Jesús sagði við hann: Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.” Mark.9:23
 14. “Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni: Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt.” Mark. 14:38
 15. “Verð miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.” Lúk.6:36
 16. “Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.” Lúk. 6:45
 17. “Hann sagði: Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.” Lúk. 11:28
 18. “Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.” Jóh. 4:24
 19. “Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.” Jóh. 8:12
 20. “Ég hefi gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.” Jóh. 13:15
 21. “Á því munuð allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.” Jóh. 13:35
 22. “Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.” Jóh. 14:15
 23. “Sá, sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá sem elskar mig , mun elskaður verða af föður mínum ogég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.” Jóh. 14:21
 24. “Jesús svaraði: Sá, sem elskar mig, varðveitir orð mitt og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.” Jóh. 14:23
 25. “Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.” Jóh. 14:27
 26. “Ég hef elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni.” Jóh. 15:9
 27. “Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hefi haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.” Jóh. 15:10
 28. “Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.” Jóh. 15:12
 29. “Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” Jóh. 14:6
 30. “Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni.” Róm. 12:12
 31. “Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.” Róm. 12:15
 32. “Lát ekki hið vonda yfurbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.” Róm. 12:21
 33. “Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking hún mun líða undir lok.” I. Kor. 13:8
 34. “En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska.” Gal. 5.22
 35. “Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, að mun hann og uppskera.” Gal: 6:7
 36. “Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, – Kristur.” Ef. 4:15
 37. “Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.” Fil. 2:5
 38. “Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.” Fil. 4:4
 39. “Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.” Fil. 4:5
 40. “Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.” Fil. 4:8
 41. “Þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum.” Kól. 2:6
 42. “Lát engan líta smáum augum æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika. Tím. 4:12
 43. “Vanræktu ekki náðargjöfina þína, sem var gefin þér að tilvísan spámanna og með handayfirlagningu öldunganna.” Tím. 4:14
 44. “Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita,” Hebr. 13:12
 45. “En gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.” Hebr. 13:16
 46. “Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né skuggar, sem koma og fara.” Jak. 1:17
 47. “Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss og trúum á hann. Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.” I. Jóh. 4:16
 48. “Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.” I. Jóh. 4:21
 49. “Ég kem skjótt. Haltu fast því, sem þú hefur, til þess að enginn taki kórónu þína.”
 50. “Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?” I. Mós. 4:7
 51. “Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.” Davíðssálmur. 23:1
 52. “Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þau er gæta sáttmála hans og vitnisburðar.” Davíðss. 25:10
 53. “Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni.” Davíðss. 37:3
 54. “Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.” . 37:5
 55. Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Davíðssálmur 86:11
 56. “Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins.” Sálm. 119:1
 57. “Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.” Davíðss. 119:105
 58. “Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.” Davíðss. 121:2
 59. “Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.” Orðskv. 4:23
 60. “Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.” Orðskv. 16:3
 61. “Sá, sem er góðgjarn, verður blessaður, því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu.” Orðskv. 22:9
 62. “Jesús segir: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” Jóh. 14:6
 63. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. 1. Kor. 13:8