Innsetningarathöfn í Fríkirkjunni sunnudaginn 5.september kl.14

Sunnudaginn 5. september kl. 14.00 verður Dr. Sigurvin Lárus Jónsson settur prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, forstöðumaður, leiðir innsetningu og Dr. Sigurvin Lárus Jónsson flytur prédikun sem ber yfirskriftina – „Frjálslynd og framsækin Fríkirkja“.

Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi í safnaðarheimilinu, þar sem Dr. Sigurvin segir ferðasögu af námi sínu og kennslu við þrjá erlenda háskóla, Árósarháskóla, Emoryháskóla og WWU-Münster. Ferðasagan ber yfirskriftina „Erindi Nýja Testamentisins við nýja tíma“.