Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 9.september kl. 12

Flautuleikarinn Pamela De Sensi og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanóleikari, koma fram á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina.

Tónleikarnir eru ferðalag milli tveggja tónlistarheima sem verða til á svipuðum tíma en eru algjörlega
í andstæðum stíl. Annars vegar er um að ræða hinn viðkvæmna og einstæða hljóm Belle Epoque og
hins vegar hin ástríðufulla ítalska óperutónlist eftir Bel Canto tónskáldin. Verkin eru samin fyrir flautu
og píanó af frægum ítölskum og frönskum tónskáldum þessa tíma.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 ISK.
(ath. ekki er tekið við greiðslukortum).