Guðsþjónusta sunnudaginn 13. september kl. 14

Í tilefni Bókmenntahátíðar verður þema næsta sunnudags ljóðmál Biblíunnar. Ljóð eru í samtíma okkar oft álitin fagurfræðileg fyrirbæri en í fornöld var sannfæringarmáttur ljóðmáls þekktur og rannsakaður af bókmenntafræðingum.
Ljóð komast fram hjá vörnum hugans og hreyfa við því sem býr hið innra: Það er ekkert saklaust við ljóð.

Predikun dagsins: „Það er ekkert saklaust við ljóð!“
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur, leiðir stundina.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Fjölskyldur fermingarbarna eru hvattar til að mæta.

Allir hjartanlega velkomnir.