Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni, hádegistónleikar fimmtudaginn 23. febrúar kl. 12

Á fimmtudaginn 23. febrúar verður fluttur ljóðaflokkurinn Dichterliebe eftir Robert Schumann á hádegistónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina.

Flytjendur eru Eggert Reginn Kjartansson tenór og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari.

Í einum mikilvægasta ljóðaflokki sögunnar upplifa flytjendur og áheyrendur allar hliðar ástarinnar, sælu og hlýju jafnt sem óhamingju og örvæntingu. Píanóið og söngurinn fléttast saman í þéttofna frásögn sem engan lætur ósnortinn.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum