Vinir í bata. Tólf spora vinna – andlegt ferðalag

Fundartímar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 – 22.00 – Fjórði fundur er 12. október í kirkjunni.
Það eru margvíslegar tilfinningar innra með okkur sem við eigum stundum erfitt með að skilja.
12 spora vinnan er traust tækifæri til að taka til í vistaverum hugans og uppskera aukin lífsgæði bæði félagslega og tilfinningalega.
Vinir í bata deila með þátttakendum hvernig sporin leiddu þau til hamingjuríks lífs, vellíðunar, áhuga og árangurs í lífinu.  
Fyrsti fundur var 21. sept. Alls eru fjórir opnir fundir á þeim síðasta þann 12. okt. er hópunum lokað.
Gott er að mæta á alla opnu fundina áður en áframhaldandi þátttaka er ákveðin. 
Fundirnir hefjast í kirkjunni og síðan er farið yfir í safnaðarheimilið að Laufásvegi 13.
Komið og kynnist frábæru mannræktarstarfi.
 Nánari uppl.: www.viniribata.is og bryndis@frikirkjan.is, S: 860 8845
Guð – gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.”
                   Reinhold Niebuhr Carnegie