Sumar í Ölpunum – hádegistónleikar fimmtudaginn 25. apríl kl. 12

Fimmtudaginn 25. apríl verður sumarstemning í hádeginu í Fríkirkjunni. Flutt verða verk úr ýmsum áttum og má þar nefna verkið
“Der Hirt auf dem Felsen” eftir Schubert, hluta af Brentano Lieder eftir Strauss í bland við aríur og dúetta.
Flytjendur eru:
Grímur Helgason, klarinett, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran og Sólveig Sigurðardóttir, sópran.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðganseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂