Aðventukvöld Fríkirkjunnar við Tjörnina, sunnudaginn 12. desember kl. 20

Stjarnan í austri.
Söngvasveigur eftir Geirr Lystrup í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.
Flytjendur: Aðalsteinn Ásberg, Þorgerður Ása, Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Örn Ýmir Arason og Sönghópurinn við Tjörnina.

Stjarnan í austri er frumleg og falleg saga sem tekur í senn mið af jólaguðpjallinu og gömlum helgisögnum. Sögusviðið er á norðlægum slóðum og rússnesk þjóðlög skapa einstaka umgjörð og stemmningu.
Fjölskylduvænn og ókeypis viðburður í tónum og tali á aðventukvöldi Fríkirkjunnar!
Tónleikagestir þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi eða PCR-prófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt, eða vottorði um nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).