
Minningarguðsþjónusta sunnudaginn 26. maí kl. 17
Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi verður haldin, sunnudaginn 26. maí næstkomandi.
Að vanda fer athöfnin fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 17.00.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir guðsþjónustuna.
Formaður Hiv-Ísland, Svavar G. Jónsson, flytur ávarp.
Ritningarlestur verður í höndum félagsmanna.
Tónlistarflutningur er í höndum Vox Femin undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur
við undirleik Gunnars Gunnarssonar, organista.
Boðið verður uppá kaffiveitingar í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar að lokinni messu.