Jólafundur kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík miðvikudaginn 12. desember kl. 19

Jólafundur kvenfélags Fríkirkjunnar verður haldinn 12. desember, í safnaðarheimilinu, og hefst kl 19.
Á fundinum er boðið upp á hangikjöt og tilheyrandi meðlæti, jólaöl. Kaffi og eftirrétt.

Verð er kr. 3.500 á mann.
Ath. við erum ekki með posa.

Við skiptumst á pökkum, eins venja hefur verið, hver kona kemur með einn pakka (viðmiðunarverð er 1000), heimagert eða keypt.
Happdrættið verður á sínum stað, við seljum 3 miða kr. 1.000 ( Ath. engin posi)
Endilega fjölmennið og takið með ykkur gesti.

Vinsamlegast skráið ykkur og gesti ykkar fyrir 8. desember á viðburðinn á Facebook síðu Kvenfélagsins, á netfang: hafnargata@simnet.is eða hjá Siggu ( Sigríður E. Þorkelsdóttir, formaður) ísíma 692-8261.

Sjáumst í hátíðarskapi.
Stjórn Kvenfélagsins