
Aðventukvöld sunnudaginn 9. desember kl. 20
Fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld.
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson er aðalræðumaður kvöldsins og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Sigursteinn Másson kynnir bók sína, Geðveikt með köflum, og les hluta úr henni.
Fram koma: Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps, barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sr.Hjörtur Magni leiðir stundina.