Jazz Mass, afmælistónleikar sunnudaginn 18. nóvember kl. 17

Í tilefni af 119 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins flytur Sönghópurinn við Tjörnina tónverkið Jazz Mass eftir bassaleikarann og djassskáldið Ike Sturm, sem jafnframt kemur og leikur með í verkinu. Einsöngvari er Sara Grímsdóttir og hljómsveitina skipa, auk Ike, Ásgeir Ásgeirsson, Haukur Gröndal, Erik Qvick og Gunnar Gunnarsson.
Strengjakvartett skipa Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Eydís Ýr Rosenkjær og Þórdís Gerður Jónsdóttir.
Hljóðmaður er Hafþór Karlsson.

Aðgangseyrir er 3.000 kr.
Verið öll hjartanlega velkomin