Ástir ungra manna – hádegistónleikar 15. nóvember kl. 12

Fimmtudaginn 15. nóvember verða flutt lög úr ýmsum áttum, frá Britten til Broadway, og allt þar á milli.
Flytjendur eru Simon Vaughan, bassbarítón og Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari.

Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröðinni “Á ljúfum nótum” og fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðganseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂