Hádegistónleikaröðin” Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” þriðjudaginn 2. nóvember kl.12

Á hádegistónleikum þriðjudaginn 2. nóvember verða flutt lög frá árum áður.
Þar má nefna lög sem vinsæl voru með Öddu Örnólfs.

Adda Örnólfs var ein vin­sæl­asta söngkona þjóðar­inn­ar um sex ára skeið,
frá 1953 til 1959, og söng eft­ir­minnileg lög á plöt­ur, eins og Bjarni og nikkan, Kom þú til mín og Vorkvöld. Hún lést fyrir rúmu ári síðan, 85 ára að aldri.
Ragnhildur, dóttir Öddu flytur lög móður sinnar ásamt hljómsveit.

Einnig verður flutt lagið Langeyjarvals eftir Eggert Thorberg Kjartansson, Í rökkurró eða Twilight time og fleiri smellir.

Flytjendur:
Ragnhildur Þórhallsdóttir, söngur
Kristín Sigurðardóttir, söngur
Lilja Eggertsdóttir, söngur
Gunnar Gunnarsson, píanó
Þorgrímur Jónsson, kontrabassi
Erik Qvick, trommur

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 ISK.
(ath. ekki er tekið við greiðslukortum).