Hádegistónleikaröðin, Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni, fimmtudaginn 26.ágúst kl.12

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni verða fimmtudaginn 26. ágúst kl.12.

Efnisskrá tónleikanna samanstendur af hressum og skemmtilegum gítarverkum frá S-Ameríku og Frakklandi sem Óskar Magnússon gítarleikari og flytjandi hefur haldið mikið uppá í gegnum árin.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!