Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 23. september kl.12

Fimmtudaginn 23. september verður fluttur ljóðaflokkurinn  Frauenliebe und Leben eftir R. Schumann á hádegistónleikum. Einnig verða fluttir dúettar eftir Schumann.

Frauenliebe und Leben segir frá lífshlaupi konu. Frá fyrstu ástinni til dauða eiginmannsins. Textinn endurspeglar siðferðisleg viðmið eiginkvenna á 19. öld.

Flytjendur eru Magnea Tómasdóttir, söngur, Kristín Sigurðardóttir, söngur Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 ISK.
(ath. ekki er tekið við greiðslukortum).