Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni” fimmtudaginn 18. nóvember kl.12

Á hádegistónleikum fimmtudaginn, 18. nóvember mun Kvartett Sigmars Þórs flytja blandaða efnisskrá frumsaminna verka eftir Sigmar – ný, nýleg og eldri lög fá að hljóma.
Flytjendur:
Jóel Pálsson – saxófónn
Ingi Bjarni Skúlason – píanó
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi
Magnús Tryggvason Eliassen – trommur

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 ISK. (ath. ekki er tekið við greiðslukortum).

Í kirkjunni er grímuskylda og hámark 50 gestir.