Hádegistónleikar fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12

Jazzkvartettinn JÁ flytur þekkt jazzlög á hádegistónleikum þann 28. febrúar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Flytjendur eru Jón Ómar Árnason gítar, Haukur Gröndal saxófónn, Sigmar Þór Matthíasson bassi, og Skúli Gíslason trommur.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. ekki er tekið við greiðslukortum).

Tónlistarsjóður styrkir tónleikaröðina.

Sjáumst á ljúfum nótum!