Hádegistónleikar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 12

Flutt verður  verkið “The speaking silence” eftir eftir Matthew Brown . Verkið er frá árinu 2005 og er fyrir 4 gítara og eina söngkonu. Það er í fjörum köflum; I Mirage, II Remember, III Song, IV Echo. Flytjendur fluttu fyrstu tvo kaflana á tónleikum í Hafnarborg á Myrkum Músíkdögum í janúar sl. en í heild tekur verkið um 25 mínútur í flutningi.

Flytjendur:
Margrét Hrafnsdóttir, sópran.
Gítarleikarar: Svanur Vilbergsson, Þröstur Þorbjörnsson, Þórarinn Sigurbergsson og Arnþór Guðjónsson.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!