Guðsþjónusta sunnudaginn 24. nóvember kl. 14

„Segðu mér sögu …
Í guðsþjónustu dagsins verður fjallað um hlutverk og gildi þess að segja og heyra sögur og um sagnaarf Biblíunnar.

Til hvers segjum við hvort öðru frá og hvernig geta fornar sögur hjálpað okkur að staðsetja okkur í samtímanum?
Sigurvin Lárus Jónsson flytur hugleiðingu í samvinnu við fermingarbörn Fríkirkjunnar.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur leiðir stundina.

Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

Við hvetjum fjölskyldur fermingarbarna til að mæta og vera með börnum sínum í guðsþjónustunni.

Kaffiveitingar í safnaðarheimili að aflokinni messu.

Verið öll hjartanlega velkomin.