Hádegistónleikar fimmtudaginn 14. mars kl. 12

Hádegistónleikaröðin “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.”

Í hádeginu á fimmtudaginn verða flutt íslensk dægurlög frá síðustu öld í nýjum útsetningum.
Flutt verða lög úr ýmsum áttum og meðal annars lög sem samin voru fyrir danslagakeppni SKT 1953.
Þekktast úr þeirri keppni er m.a. lagið Í faðmi dalsins eftir Bjarna Gíslason. Einnig verða flutt lög eftir Eggerts Thorberg Kjartansson, en hann samdi fimm danslög fyrir þá keppni, flutt verða lögin Sælusamba og Kvöldkyrrð.
Fleiri lög má nefna; Frelsi ég finn, Í rökkurró og svo Bel ami sem Helena Eyjólfsdóttir gerði frægt á sínum tíma.
Lilja Eggertsdóttir raddsetti.

Hljómsveitina skipa:
Særún Harðardóttir, söngur. Kristín Sigurðardóttir, söngur. Lilja Eggertsdóttir, söngur. Gunnar Gunnarsson, píanó. Erik Qvick, trommur. Þorgrímur Jónsson, kontrabassi.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Tónlistarsjóður styrkir tónleikaröðina.

Sjáumst í nettri sveiflu!