Guðsþjónusta sunnudaginn 2. desember kl. 14

Fyrsti sunnudagur í aðventu, Spádómskerti fyrsta ljós á aðventukransi tendrað.

Guðsþjónustan er helguð minningu Haralds Níelssonar sem predikaði í Fríkirkjunni í mörg ár.

María Ellingsen leikkona og langafabarn Haralds mun flytja predikun eftir hann til minningar þess að ein og hálf öld er nú liðin frá fæðingu hans.

Haraldur Níelsson var prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands frá stofnun hans árið 1911 og háskólarektor í annað sinn þegar hann lést vorið 1928. Hann var einn helsti boðberi frjálslyndu guðfræðinnar á Íslandi á síðustu öld og einn áhrifamesti kennari guðfræðideildarinnar á sinni tíð og líklega var hann einn mesti predikari sem íslensk kirkja hefur átt fyrr og síðar. Einnig er hans minnst fyrir það afrek sem hann vann með þýðingu Gamlatestamentisins úr frumálinu sem fyrst kom úr árið 1912

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina.

Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

Boðið er í kirkjukaffi í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni

Verið öll hjartanlega velkomin.