Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni – Hádegistónleikar fimmtudaginn 29. nóvember kl.12

– Hljómsveitin Mantra –

Flutt verða þekkt djassverk og frumsamið efni í bland við framandi möntrur.

Djasssveitin Mantra spilar reglulega við messur og á tónleikum í kirkjunni.
Hún er skipuð Aroni Steini Ásbjarnarsyni, Erni Ými Arasyni, Gísla Gamm og Gunnari Gunnarssyni.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í ljúfu hádegi!