Fjölskyldustund í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 11. febrúar kl.14

Dagur íslensks táknmáls: táknmálstúlkuð fjölskyldustund í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Tónlist flytja Barnakórarnir við Tjörnina undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur,
Sönghópurinn við Tjörnina og Hljómsveitin Mantra undir stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Hugleiðingu flytur Birta Björg Heiðarsdóttir táknmálstúlkur og táknmálskennari.
Stundina leiðir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur.
Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að stund lokinni.
Verið öll hjartanlega velkomin