Stundin, L´Heure Exquise – Hádegistónleikar fimmtudaginn 8. febrúar kl.12

Á hádegistónleikum, fimmtudaginn 8. febrúar munu María Jónsdóttir, sópran og Jón Sigurðsson, píanóleikari flytja klassíska, franska ljóðatónlist og aríur eftir Gounod, Poulenc, Duparc, Hahn og Ravel.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.

Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum