Allra heilagra messa sunnudaginn 4. nóvember kl. 14

Allra heilagra messa er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári.
Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar, bæna og minningastund í okkar fagra helgidómi.

Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags sem einnig er kallaður “Allra sálna messa”
Þér gefst kostur á að tendra minningar- og bænaljós.

Gengið verður til altaris.

Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur leiðir stundina.
Gunnar Gunnarsson, organisti ásamt hljómsveitinni Möntru og Sönghópnum við Tjörnina leiða tónlistina.

VERIÐ ÖLL HJARTANLEGA VELKOMIN!