Hádegistónleikar falla niður fimmtudaginn 19. apríl

——————–AFLÝST————————-

Óperugalagól – aríur og dúettar í hádeginu.

Fimmtudaginn 19. apríl verða flutt skemmtilegir dúettar og aríur úr ýmsum áttum.
Flytjendur eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svavar Jósefsson barítón og Hrönn Þráinsdóttir píanó.
Það eina sem Hallveigu, Jóni Svavari og Hrönn finnst skemmtilegra en að spila og syngja er að spila og syngja saman.
Til þess að fagna sumrinu á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi ætla þau því að henda í nokkrar laufléttar aríur og dúetta, með gamanmálum á milli.
Við lofum raddflugeldum, suðurríkjasælu, frönskum herforingjum, ungverskum greifynjum, heimskum smástelpum og útsmognum hefðarmönnum.
Kannski kemur leynigestur!

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. (ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).