Hádegistónleikar fimmtudaginn 24.apríl kl.12
Næsta fimmtudag, sumardaginn fyrsta verður fluttur ljóðaflokkurinn Dichterliebe (Ástir skáldsins) eftir Robert Schumann við ljóð Henrich Heine. Flokkurinn er svokallaður “Liederkreis”, hann byrjar og endar á sama stefi —þ.e.a.s. hann líður í hringi. Flytjendur eru Ellert Blær Guðjónsson, barítón og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari.…