Hvernig fer skráning í söfnuðinn fram?

Þessa spurningu fáum við oft á skrifstofu safnaðarins.  En skráning í söfnuðinn er gerð með þeim hætti að útfyllt er sértilgert eyðublað frá Þjóðskrá Borgartúni 24, og því skilað þangað inn aftur, útfylltu.

Jafnframt liggja skráningarblöð frammi á skrifstofu safnaðarins í Safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13 og hjá safnaðarpresti Hirti Magna Jóhannssyni, netfang: hjorturm@frikirkjan.is