Ert þú og þínir skráðir í Fríkirkjuna?
Ert þú og þínir skráðir í Fríkirkjuna? Ítrekað hefur komið í ljós að fólk sem hefur talið sig tilheyra Fríkirkjusöfnuðinum reynist ekki vera skráð þegar á reynir. Því er full ástæða að kanna þetta hið fyrsta hjá Þjóðskrá eða hjá safnaðarpresti. Og ekki væri úr vegi að hvetja aðra fjölskyldu-meðlimi og aðra fríkirkjuvini að gera slíkt hið sama.
Hér er um brýna hagsmuni að ræða fyrir safnaðarstarfið sem rekið er fyrir þau safnaðargjöld sem innheimtast.