Séra Þorsteinn BjörnssonSr. Þorsteinn Björnsson var fjórði prestur Fríkirkjunnarog þjónaði henni farsællega frá árinu 1950 – 1978 eða í 28 ár og var einnig almennt mjög virtur og dáður í sínu starfi.
Hann var fæddur 1. júlí 1909 í Miðhúsum í Gerðahreppi, Gullbringusýslu, dáinn 7. febrúar 1991 í Reykjavík.
Sr. Þorsteinn hafði áður verið prestur í Árnesprestakalli og í Sandaprestakalli í Dýrafirði.