Séra Ólafur ÓlafssonSr. Ólafur Ólafsson var annar prestur Fríkirkjunnar og þjónað henni frá 1902 – 1922.
Hann var áhrifamikill í starfi og litríkur predikari og í hans tíð fjölgaði mjög í Fríkirkjunni. Sr. Ólafur var fæddur 24. september 1855 í Viðey, dáinn 26. nóvember 1937 í Reykjavík.
Ólafur hafði áður m.a. verið prestur í Arnarbæli í Ölfusi. Hann var alþingismaður og beitti sér mjög fyrir alþýðufræðslu og réttindum kvenna. Hann þjónaði einnig Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem forstöðumaður og prestur frá stofnun hennar 1913 – 1930.