Þessa spurningu fáum við oft á skrifstofu safnaðarins.
Skráning í söfnuðinn fer fram á vef Þjóðskrár skra.is.
Þar á forsíðunni er smellt á gluggann Eyðublöð / Vottorð Umsóknir. Þá birtast öll þau umsóknareyðublöð sem í boði eru. Fljótlegasta leiðin, til að finna rétta umsóknareyðublaðið er að slá eyðublaðsnúmerinu inn í leitarstrenginn sem birtist ofarlega á síðunni. Eyðublaðsnúmerið fyrir Trú- eða lífsskoðunarfélag er númer A-280.
Því næst er smellt á hnappinn HALDA ÁFRAM sem birtist þegar músarbendillinn vokir yfir tákninu fyrir Netskil sem fylgir með eyðublaðinu.
Eftir þetta birtist hægra megin á skjánum grænn hnappur fyrir innskráningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum sem smella þarf á. Umsækjandi er svo leiddur áfram við útfyllingu upplýsinga á eyðublaðið. Að lokum er svo smellt á hnappinn SENDA TILKYNNINGU.

UMSÓKN
A-280 Trú- eða lífsskoðunarfélag :
Tilkynntu skráningu í eða utan trú- eða lífsskoðunarfélags. Breytingin tekur samstundis gildi í þjóðskrá.

Úrskráning úr öðrum trúfélögum gerast sjálfkrafa við það að skrá sig í nýtt trúfélag.