Þessa spurningu fáum við oft á skrifstofu safnaðarins.  Skráning í söfnuðinn er gerð með þeim hætti að útfyllt er sértilgert eyðublað frá Þjóðskrá Borgartúni 21, og því skilað þangað inn aftur.  Einnig má koma með eyðublaðið á skrifstofu Fríkirkjunnar. Til að ská sig á netinu er farið inn á vef Þjóðskrár skra.is. Úrskráning úr öðrum trúfélögum gerast sjálfkrafa við það að skrá sig í nýtt trúfélag.

Þrjár leiðir eru til að skila eyðublaðinu:

  1. Netskil. Á síðu Þjóðskrá er hægt að senda rafrænt. Þessi eyðublöð eru merkt með tákninu netskil-ikon. Leiðbeiningar á síðunni um hvernig á að skila. Undirritun er óþörf, en í stað hennar þarf viðkomandi að auðkenna sig með rafrænu skilríki á debetkorti eða veflykli Ríkisskattstjóra.
  2. Bréfapóstur. Prentið út eyðublaðið, undirritið og sendið í pósti á Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða í Frikirkjuna í Reykjavík, Laufásvegi 13, 101 Reykjavík
  3. Jafnframt liggja skráningarblöð frammi á skrifstofu safnaðarins í safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13 og hjá safnaðarpresti Hirti Magna Jóhannssyni, netfang: hjorturm@frikirkjan.is