Time of the season – hádegistónleikar fimmtudaginn 30. nóvember kl.12

Fimmtudaginn 30. nóvember verða flutt dægurlög á hádegistónleikum í Fríkikjunni. Flytjendur eru Ingibjörg Fríða Helgadóttir, söngkona og Daníel Helgason, gítarleikari. Á tónleikunum flytja þau eigin útsetningar á sixtís dægurlögum, fyrir söng og rafgítar.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.

Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂