
Þekktar aríur og íslensk ljóð – hádegistónleikar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 12
Hádegistónleikar fimmtudaginn 29.ágúst kl.12.
Fluttar verða þekktar aríur og íslensk ljóð í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Flytjendur eru Marta Kristín Friðriksdóttir, sópran og Antonía Hevesi, píanóleikari.
Marta Kristín stundar klassískt söngnám í Vínarborg.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).
Sjáumst í skemmtilegu hádegi!