Stund milli stríða – hádegistónleikar fimmtudaginn 30. janúar kl.12

Á næstu hádegistónleikum, fimmtudaginn 30. janúar munu hljóma þekktar íslenskar söngperlur með rússneskri sál og rússnesk þekkt sönglög í stíl.
Það er eitthvað sammerkt með mörgum þeim söngvum sem þessar þjóðir syngja sér til ánægju og yndisauka.
Komið og upplifið sönglög þjóðanna tveggja!

Flytjendur:
Nathalía D. Halldórsdóttir, mezzosópran
Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanó.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!