Ástarsögur úr hversdeginum – Stefnumót í Fríkirkjunni sunnudaginn 25. febrúar kl.14
Sunnnudaginn 25. febrúar ætlar Fríkirkjan í Reykjavík að bjóða pörum og einstaklingum af öllum kynjum á stefnumót.
Boðið verður upp á ástarlög, almenn kósíheit og pörum boðið að nýja eða endurnýja heit sín.
Þrjú hjón koma fram og segja ástarsögur úr hversdeginum, auk þess sem Sigurbjörn Þorkelsson mun flytja ljóð.
Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveitin Mantra flytja ljúfa tóna undir stjórn Gunnars Gunnarssonar