Sorgin og lífið, tónleikar sunnudaginn 6. nóvember kl. 14

Sunndaginn 6. nóvember eru tónleikar sem bera yfirskriftina Sorgin og lífið, Kirstín Erna Blöndal stjórnar.
Auk Kirstínar Ernu eru Gunnar Gunnarsson organisti, hljómsveit og kórar.
Hugleiðingu og bænir flytur Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Kirstín Erna er að vinna rannsóknarverkefni við Listaháskóla Íslands um þátt tónlistar í sorgarúrvinnslu.
Hugmyndin er sprottin úr starfsferlum líknardeilda annarvegar og íslenskra útfarahefða hinsvegar, en Ísland sker sig frá Norðurlöndunum hvað varðar tónlistarflutning í útförum. Fríkirkjurnar styðja við bakið á henni, enda stuðningur við fólk í sorgarúrvinnslu mikilvægasta verkefni trúsafnaða.