Söngur og sumar, sunnudaginn 30. maí kl. 14.

Fjölskyldustund í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 30. maí kl.14
Barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur verður með létta og skemmtilega söngdagskrá sem kemur öllum í sumarskap.
Hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni mun sjá um tónlistina.
Séra Hjörtur Magni safnaðarprestur flytur bæn og verður með sögustund.

Verið öll hjartanlega velkomin.