Selló og gítar – hádegistónleikar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 12

Fimmtudaginn 7. nóvember verða flutt ítölsk, frönsk og spænsk verk fyrir selló og gítar.
Flytjendur eru Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!