Sálmar í jazzútsetningum – hádegistónleikar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12

Hádegistónleikaröðin “Á léttum nótum í Fríkirkjunni” býður upp á sálma í jazzútsetningum fimmtudaginn 24. nóvember.

Í verkefninu Sálmar, sem er framhald af Hátíðarnótt sem kom út árið 2015, vinna þeir Andrés
Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, með sálma sem hafa fylgt íslensku kirkjuhaldi í gegn um áratugina.
Þeir nálgast laglínurnar nokkuð nákvæmt en leyfa sér nýjar leiðir í hljómasetningum og spunnið er yfir formið, svo sálmarnir fá á sig alveg nýjan blæ og geta þannig séð alveg staðið sem sjálfstæðar jazz-tónsmíðar.
Þarna munu heyrast sálmar sem hljóma ekki svo oft í kirkjum landsins, en þarna verða einnig nýjir sálmar, eins og Ljósfaðir eftir Sigurð Flosason.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.