Píanótónlist í stríði og friði – Hádegistónleikar, fimmtudaginn 21. mars kl.12

Fimmtudaginn 21. mars mun Andrew J. Yang, píanóleikari flytja verk eftir Schubert, S. Prokofiev, J. Brahms og S. Liszt á hádegistónleikum.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.