
LJÁÐU OKKUR EYRA, HÁDEGISTÓNLEIKAR, miðvikudaginn 20. febrúar kl. 12:15
Listrænn stjórnandi er Gerrit Schuil.
Dagskrá tónleikanna er ekki auglýst fyrirfram, né flytjendur.
Flytjandi með Gerrit á síðasta miðvikudag var okkar ástsæla söngkona, Diddú.
Við bjóðum öllu því fólki sem leið á um Fríkirkjuveginn í hádeginu á miðvikudögum, að njóta með okkur tónlistarlegrar óvissuferðar með mörgu af okkar besta listafólki.
Athugið að aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 kr. og ekki er tekið við greiðslukortum.
Verið hjartanlega velkomin.