
Íslenskt konfekt – Hádegistónleikar fimmtudaginn 27. mars kl.12
Fimmtudaginn, 27. mars verða flutt íslensk sönglög á hádegistónleikum.
Flytjendur eru Magnea Tómasdóttir, söngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari. Þar flytja þær nokkur af uppáhalds íslensku lögunum sínum.
Þær sjá fyrir sér konfektkassa, bara með góðum molum en mismunandi bragði.
Lögin á þessum tónleikum munu endurspegla það.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.