Heyr mína bæn – hádegistónleikar fimmtudaginn 12. september kl. 12

Fyrstu tónleikar haustsins verða fimmtudaginn 12. september. Flutt verða ljúf íslensk dægurlög m.a. eftir Sigfús Halldórsson. Einnig verða fluttar Ave Maríur.

Flytjendur eru Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Ástvaldur Traustason píanó og harmonikka.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!