Helgihald um páskahátíðina

Föstudagurinn langi 30 mars kl. 9
Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Á föstudaginn langa, 30. mars nk., verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í heild sinni í Fríkirkjunni í Reykjavík. Halldór Hauksson les sálmana og leikur á píanó fjórradda útsetningar eftir Johann Sebastian Bach á nokkrum af lögunum sem séra Hallgrímur samdi sálmana við. Flutningurinn hefst kl. 9 og stendur í um fimm klukkustundir. Aðgangur er ókeypis.

Páskadagur 1. apríl kl. 9
Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgni.

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir athöfnina.
Hjörleifur Valsson, fiðlusnillingur, hljómsveitin Mantra og sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista, leiða tónlistina. Barnakórinn við Tjörnina syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Páskaegg og messukaffi í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinn.