Helgihald um jól

Jólin í Fríkirkjunni við Tjörnina eru alltaf tilhlökkunarefni.
Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar í öllum messunum ásamt Gunnari Gunnarssyni organista Sönghópnum okkar góða við Tjörnina og
  litlu djasssveitinni sem kennir sig við möntrur.
Á aðfangadag kl. 18 verður Audur Gudjohnsen gestur okkar á djasslegum nótum.
Kl. 23:30 á aðfangadagskvöld eru miðnætursöngvar við kertaljós.
Gestir okkar verða mæðgurnar Ellen Kristjánsdóttir og Elín Ey og strengjasveit bætist í hópinn.
Kórinn flytur falleg jólalög í frumlegum búningi.
Í hátíðarmessu á jóladag kl. 14 syngur Egill Olafsson nýtt frumsamið jólaefni. Hann hefur verið gestur okkar undanfarin jól og hugleiðir með okkur jólaboðskapinn, lífið og tilveruna á sinn einstaka hátt, í tali og tónum.